Nýr samningur hjá Magnúsi
Magnús Sverrir Þorsteinsson hefur skrifað undir nýjan samning við Keflavík og gildir hann til þriggja ára. Magnús er 29 ára gamall og lék fyrst með meistaraflokki Keflavíkur árið 1999. Hann hefur leikið 180 deildarleiki fyrir Keflavík og skorað í þeim 35 mörk, 25 bikarleiki þar sem Magnús hefur skorað fimm mörk og sjö leiki í Evrópukeppnum þar sem eitt mark fylgir með. Magnús hefur nú leikið 162 leiki fyrir Keflavík í efstu deild og er hann orðinn sjöundi leikjahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. Og ekki má gleyma því að pilturinn afrekaði það að skora fyrsta mark Íslands í Futsal snemma á þessu ári. Það eru svo sannarlega jákvæðar fréttir fyrir Keflavík að hafa tryggt sér krafta Magnúsar næstu árin eins og fleiri heimamanna sem hafa verið að skrifa undir nýja samninga við félagið.