Nýr Tanasic í Keflavík
Milos Tanasic, leikmaður 2. flokks, kom inn á gegn Fylki í gær og stóð sig vel. Milo er sonur hins kunna Marco Tanasic sem gerði garðinn frægan með Keflavík hér áður fyrr en Marco er nú þjálfari 2. flokks Keflavíkur. Milo er sterkur leikmaður, útsjónarsamur eins og pabbinn var og hefur góða yfirsýn, og er alhliða góður leikmaður. Við óskum Milo til hamingju með fyrsta leikinn og megi þeir verða fleiri fyrir okkur Keflvíkinga.
Myndir: Eygló Eyjólfsdóttir