Fréttir

Nýr yfirþjálfari í yngri flokkum
Knattspyrna | 6. september 2021

Nýr yfirþjálfari í yngri flokkum

Nýr yfirþjálfari kynntur til leiks

 

Sólrún Sigvaldadóttir og Freyr Sverrisson eru nýjir yfirþjálfarar yngri flokka Knattspyrnudeildar Keflavíkur.  Sólrúnu þekkja margir en hún hefur verið yfirþjálfari yngri flokka kvenna undanfarið ásamt þjálfun.  Mikil ánægja hefur verið með störf Sólrúnar hjá okkur og hefur hún náð virkilega góðum árangri í yngri flokkum kvenna.  Nú verður örlítil breyting og munu bæði Freyr og Sólrún vinna sem yfirþjálfarar yngri flokka hjá okkur.  Sólrún mun jafnframt  vera aðalþjálfari í 5 og 6. Flokk kvenna, ásamt að vera 7 og 8. flokki innan handar.

Freyr Sverrisson hefur verið undanfarin 15 ár farsæll þjálfari hjá Haukum.  Óhætt er að segja að hann sé einn af reynslumestu þjálfurum landsins og hefur áður starfað hjá Keflavík, Njarðvík og KSÍ ásamt að halda út i vinsælum boltanámskeiðum. Hann er mikill leiðtogi og býr yfir gríðarlega sterkum persónuleika sem skilar sér í þjálfun ungra iðkenda.     Freyr mun vera einn af aðalþjálfurum 4. Flokks karla og einn af þjálfurum í 5.6. og 7. Flokki karla.  Freyr mun einnig sjá um afreksþjálfun félagsins, sem  kallast Bláa Liðið, ásamt Eysteini Húna Haukssyni sem hefur gegnt því starfi undanfarin ár.    

Knattspyrnudeildin er virkilega spennt fyrir komandi tíma.

 

Myndasafn