Nýr tími á Fram-leiknum
Það er rétt að taka fram að leikur okkar gegn Fram á mánudag hefst kl. 19:15 á Laugardalsvelli en ekki kl. 20:00. Eins og komið hefur fram í fréttum var þessi breyting gerð vegna boltakrakkanna sem starfa á leiknum en þau þurfa auðvitað að vera komin heim og í háttinn á skikkanlegum tíma enda skóli daginn eftir. Nú ætti að vera tryggt að stuðningsmenn viti af réttum leiktíma og enginn mæti of seint í Laugardalinn.
Úr fyrri leik liðanna á Njarðtaksvellinum;
Magnús Sverrir jafnar með glæsimarki í 1-1 jafntefli.
(Mynd: Eygló Eyjólfsdóttir)