Fréttir

Knattspyrna | 28. maí 2005

Nýr vefur KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands hefur opnað nýjan og endurbættan vef sem tekur við af eldri vef sambandsins.  Vefur KSÍ er geysilega mikið sóttur enda er þar að finna mikið af upplýsingum sem knattspyrnufélögin og stuðningsmenn þeirra nýta sér óspart.  Nýji vefurinn er hinn glæsilegasti og bendum við sérstaklega á að verið er að setja myndasafn KSÍ inn á vefinn og eru þegar komnar myndir frá landsleikjum Íslands í gegnum tíðina.  Vegna breytinga á KSÍ-vefnum eru margir tenglar á hann af okkar síðu orðnir óvirkir en við reynum að lagfæra það næstu daga.  Við hvetjum alla til að skoða nýja vefinn sem má að sjálfsögðu finna á www.ksi.is.