Nýtt æfingatímabil hjá knattspyrnunni
Ákveðið hefur verið að nýtt æfingatímabil hefjist 27. ágúst hjá 6. og 7. flokki. Hjá 3., 4. og 5. flokki byrja æfingar hins vegar ekki fyrr en í seinni hluta septembermánaðar eins og áður. Þetta er gert til þess að missa ekki af nýjum iðkendum sem eru nú í skólabyrjum að ákveða hvaða íþrótt þeir ætla að æfa. Ekki verður ströng mætingaskylda ef einhverjir sem hafa verið að æfa vilja taka sér smá frí.
Skráning hefst í næstu viku og er rafræn á slóðinni https://keflavik.felog.is. Einnig er krækja á heimasíðu Keflavíkur. Þar eru einnig leiðbeiningar.
Árgjaldið er 52.000 kr. fyrir 3., 4., 5. og 6. flokk en 26.000 kr. fyrir 7. flokk. Systkinaafsláttur er 25% fyrir hvert barn.
Æfingatöflu vetrarins má finna undir Flokkar > Yngri flokkar hér á síðunni en auk þess er tengill á töfluna hægra megin á forsíðu Knattspyrnudeildar.