Fréttir

Knattspyrna | 6. desember 2007

Nýtt gras á Reykjaneshöllina

Þessa dagana er verið að skipta um gras í Reykjaneshöllinni.  Knattspyrnudeildirnar í Keflavík og Njarðvík tóku að sér að fjarlægja gamla grasið úr höllinni og lauk því verki í gærkvöldi.  Þar var reyndar ekki um neitt smáverk að ræða því taka þurfti upp tæpa 8.000 fermetra af grasi og hreinsa burt ógrynnin öll af sandi.  Allt gekk þetta vel en leikmenn, stjórnarmenn og stuðningsmenn félaganna tveggja unnu hörðum höndum í húsinu.  Nú er komið að því að setja nýja grasið niður og á að opna Höllina aftur 18. desember.  Við þökkum öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn og þökkum nágrönnum okkar í Njarðvík ánægjulegt samstarf.