Fréttir

Knattspyrna | 30. apríl 2005

Nýtt stuðningsmannalag

Á vefnum Vísir.is má heyra nýtt stuðningsmannalag Keflavíkur.  Samkvæmt Vísi.is er það Breiðbandið með þá Magnús Sigurðsson, Ómar Ólafsson og Rúnar Inga Hannah ásamt Puma-trommusveitinni sem flytja lagið.  Lagið er hörkuflott og á örugglega eftir að hljóma á leikjum Keflavíkur í sumar og setja skemmtilegan svip á leiki liðsins.  Mikil gerjun er á meðal stuðningsmanna Keflavikur og miklar væntingar í gangi með að fjör verði á leikjum lisðins í sumar.  Allavega er það öruggt að Keflavík ætlar að leggja sitt lóð á vogaskálarnar svo markmiði KSÍ og liðanna í Lnadsbankadeildinni náist, þ.e.a.s. að ná því takmarik að áhorfendur á leiki deildarinnar verði 100.000.  ási