Fréttir

Knattspyrna | 22. júlí 2009

Nýtt stuðningsmannalag!

Dúettinn Hobbitarnir hafa tekið upp nýtt stuðningsmannalag fyrir Keflavík.  Lagið heitir því skemmtilega nafni "Með sigurglampa í augunum" og var frumflutt á Evrópuleik Keflavíkur við Valletta um daginn.  Lagið er norskt að uppruna en textinn er eftir Ármann Ólaf Helgason.  Lagið var tekið upp í Upptökuheimili Geimsteins í Keflavík þar sem Björgvin Baldursson sá um að fanga tóntöfrana á band.  Hobbitarnir fengu nokkra vini sína til að koma við í Geimsteini og aðstoða við flutning lagsins og ekki má gleyma Puma-sveitinni sem kom og söng í viðlagi lagsins.  Hobbitarnir þakka kærlega öllum þeim sem aðstoðuðu við við upptökur á laginu "Með sigurglampa í augunum", en hér koma upplýsingar um lagið:

Frode Viken: höfundur lags.
Ármann Ólafur Helgason: höfundur texta.

Hlynur Þór Valsson: söngur og kór.
Ólafur Þór Ólafsson: sólógítar, slide-gítar, kassagítar og kór.

Puma-sveitin: kór.
Ólafur Ingólfsson: trommur.
Pálmar Guðmundsson: bassi.
Kristinn Hallur Einarsson: hljómborð.
Marína Ósk Þórólfsdóttir: flauta.
Gunnar Skjöldur Baldursson: skeiðar.
Björgvin Baldursson: upptaka og rafmagnsgítar.

Hægt er að hlusta á lagið hér.

Myndin og upplýsingarnar um lagið eru teknar af bloggsíðu Hobbitanna.