Fréttir

Knattspyrna | 19. mars 2005

Nýtt útlit á heimasíðu

Knattspyrnudeildin hefur tekið upp nýtt útlit á heimasíðu deildarinnar.  Miðað við fyrstu viðbrögð eru þeir sem heimsækja síðuna ánægðir með hvernig til hefur tekist en á næstu dögum verður síðan endanlega fínpússuð.  Hitann og þungann af breyttri heimasíðu bar Ásgeir Svan, hæverskur snillingur sem naut aðstoðar Jóns Örvars Arasonar en hjá honum er ekki komið að tómum kofanum þegar rætt er um hvernig heimasíður fótboltaliða eiga að líta út.  Knattspyrnudeildin vill færa þessum mönnum sínar bestu þakkir fyrir frábært verk en til hefur staðið í nokkurn tíma að hressa upp á síðuna og nú er það sem sagt í höfn.  Það er von okkar að síðan muni þjóna stuðningsfólki Keflavíkur betur en sú gamla og við ætlum okkur að halda henni feskri með stöðugum og jöfnum fréttaflutningi af því sem er að gerast í fótboltanum.  Allar ábendingar eru vel þegnar um efnistök sem gestir síðunnar telji að skorti og verður brugðist við því eftir föngum. ási