Fréttir

Knattspyrna | 4. maí 2006

Ódýr hópferð til Eyja

Keflavík hefur Landsbankadeildina í Vestmannaeyjum sunnudaginn 14. maí n.k.  Leikurinn við ÍBV á Hásteinsvelli hefst kl. 16:00.  Flogið verður frá Reykjavík kl. 12:30 í 50 sæta Fokker-vél Flugfélags Íslands og til baka að leik loknum um kl. 18:45.  Þeir stuðningsmenn Keflavíkur sem áhuga hafa á að koma með liðinu og hvetja það til dáða við upphaf deildarinnar eru beðnir að snúa sér til skrifstofu knattspyrnudeildar að Iðavöllum 7 frá og með föstudeginum 5. maí eða í síma 421-5188.  Endanlegt verð á flugið kemur í dag fimmtudag og verður u.þ.b. 9.000 kr.  Auk þess verður samið við rútufyrirtæki í Eyjum um að keyra hópinn í bæinn og upp á völl eftir leik.  Þá verður samið við veitingastað um sanngjart verð á veitingum.  Aðeins verða seld um 20 sæti svo fyrstir koma fyrstir fá.

 
Keflvíkingar úti í Eyjum í fyrra.
(Mynd:
Jón Örvar Arason)