Fréttir

Knattspyrna | 11. október 2005

...og Hörður með tvö fyrir Ísland

Leikmenn Keflavíkur eru duglegir við að skora í landsleikjum þessa dagana.  Símun Samuelsen reið á vaðið með því að skora fyrir lið Færeyja gegn Ísrael um helgina.  Hörður Sveinsson bætti svo heldur betur við þegar hann skoraði tvö mörk í stórsigri U-21 árs landsliðs Íslands gegn Svíþjóð.  Hörður gerði sér lítið fyrir og setti tvö fyrstu mörk leiksins sem Íslendingar unnu 4-1.  Frábært hjá Herði og íslenska liðinu þar sem Jónas Guðni Sævarsson var í stöðu hægri bakvarðar.  Þetta er frábær endir á frábæru tímabili hjá Herði sem var valinn efnilegasti leikmaður Landsbankadeildarinnar og hlaut bronsskóinn.  Þó má reikna með að áfram verði nóg að gera hjá piltinum en fjölmörg erlend lið hafa sýnt áhuga á að fá Hörð til reynslu og það er ljóst að sá áhugi hefur ekki minnkað eftir frammistöðu hans gegn Svíunum.


Hörður í leik gegn FC Etzella í Luxemborg í sumar.
(Mynd:
Jón Örvar Arason)