Fréttir

Knattspyrna | 17. júlí 2009

Og nú er það Viktor...

Viktor Guðnason, leikmaður Keflvíkinga, handleggsbrotnaði þegar hann var við vinnu sína í vikunni og verður frá í 4-5 vikur.  Það er því óhætt að segja að ekkert lát sé á meiðslum leikmanna Keflavíkur.  Það eru ekki nema nokkrir dagar síðan að Hörður Sveinsdon meiddist og verður frá í nokkrar vikur.  Viktor var í láni hjá Víkingum í Ólafsvík í sumar og skoraði tvö mörk fyrir liðið í sex leikjum.  Hann kom síðan til baka til okkar um miðjan júní og hefur komið inn á sem varamaður í þremur leikjum, fyrst í sigurleik gegn Fjölni, og var svo í byrjunarliði gegn Þór í bikarnum. Við óskum Viktori góðs bata.


Viktor og Hörður kíktu á æfingu á Keflavíkurvelli.
(Mynd: Jón Örvar)