Fréttir

Knattspyrna | 30. nóvember 2007

Ólafur Birgir Bjarnason 50 ára

Síðastliðinn þriðjudag varð Ólafur Birgir Bjarnason, knattspyrnuráðsmaður og eigandi Bílasprautunar Suðurnesja, 50 ára.  Ólafur Birgir hefur unnið að málefnum knattspyrnunnar í Keflavík til fjölda ára og alla tíð verði virkur í starfi deildarinnar.  Á þessum tímamótum í lífi Ólafs Birgis og fjölskyldu hans vill Knattspyrnudeild Keflavíkur þakka Ólafi Birgi samstarfið og óska honum innilega til hamingju á þessum merku tímamótum í lifi hans og fjölskyldu.

Ólafur Birgir og eiginkona hans, Ragnheiður Ragnarsdóttir, fagna þessum tímamótum og taka á móti gestum í Oddfellowhúsinu að Grófinni 6 á laugardag kl. 20:00 - 23:00.