Knattspyrna | 14. maí 2004
Óli Ívar skrifar undir
Ólafur Ívar Jónsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Keflavík. Ólafur hefur leikið með liðinu tvö síðustu tímabil og er kominn með 30 deildarleiki, tvö deildarmörk og fimm bikarleiki á ferilskrána. Ólafur hefur verið að leika vel í vinstri bakverðinum í vor og er orðinn mikilvægur hlekkur í Keflavíkurliðinu. Það er því ánægjulegt að geta sagt frá því að hann hefur ákveðið að framlengja veru sína hjá félaginu enn um sinn.