Ómar ekki með í sumar
Ómar Jóhannsson markvörður verður ekki með Keflavík á komandi keppnistímabili vegna meiðsla. Hann hefur verið að glíma við meiðsli og nú er orðið ljóst að hann þarf að taka sér frí frá knattspyrnuiðkun í sumar.
Ómar er 32 ára gamall og lék fyrst með meistaraflokki Keflavíkur árið 2002. Hann hefur leikið 180 deildarleiki, 18 bikarleiki og 9 Evrópuleiki með Keflavík og varð bikarmeistari með liðinu árið 2006. Ómar var valinn leikmaður ársins hjá Keflavík árið 2011.