Fréttir

Knattspyrna | 5. nóvember 2011

Ómar framlengir

Okkar ágæti markvörður Ómar Jóhannsson hefur framlengt samning sinn við Keflavík og því er ljóst að hann verður í okkar röðum til loka ársins 2013.  Ómar er þrítugur að aldri og lék fyrst með meistaraflokki Keflavíkur árið 2002.  Hann á að baki 143 deildarleiki, 17 bikarleiki og 9 Evrópuleiki með Keflavík og varð bikarmeistari með liðinu árið 2006.  Það er mjög ánægjulegt að Ómar hafi framlengt dvöl sína hjá félaginu en hann átti frábært keppnistímabil í sumar og var valinn leikmaður ársins hjá Keflavík.


Ómar var útnefndur leikmaður ársins hjá Keflavík.
(Mynd: Jón Örvar)