Ómar, Halli og Bói með U-21 árs liðinu
Ómar Jóhannsson og Haraldur Guðmundsson verða í byrjunarliði U-21 árs liðs Íslands sem leikur í Litháen í dag. Þeir félagar hafa verið fastamenn í liðinu í undanförnum leikjum; Hólmar Örn Rúnarsson verður á bekknum en hann er nú með U-21 árs liðinu í fyrsta sinn.