Ómar í aðgerð
Ómar Jóhannsson markvörður okkar Keflvíkinga þarf að gangast undir aðgerð vegna þrálátra meiðsla í öxl. Aðgerðin verður framkvæmd 11. mars næstkomandi og er útséð að Ómar mun ekki spila með liðinu fyrr en í fyrsta lagi með haustinu ef vel gengur. Til greina kom að framkvæma aðgerðin síðastliðið haust, strax eftir keppnistímabilið, en samkvæmt læknisráði var ákveðið að gera það ekki. Meiðslin ágerðust nú seinustu vikurnar og nú er komið í ljós að ekkert annað úrræði er lengur til fyrir Ómar en að láta framkvæma aðgerðina. Við vonum að aðgerðin heppnist vel og óskum honum góðs bata.
Myndir: Jón Örvar