Fréttir

Knattspyrna | 30. desember 2006

Ómar og Bjarki skrifa undir

Markverðirnir Ómar Jóhannsson og Bjarki Freyr Guðmundsson hafa báðir skrifað undir 3ja ára samning við Keflavík.  Þeir félagar eru báðir Keflvíkingar; Ómar stóð í marki Keflavíkur í sumar en Bjarki lék með liði ÍA.  Eins og flestir muna varð Ómar bikarmeistari með Keflavík á þessu ári en Bjarki stóð í marki Keflavíkurliðsins sem varð bikarmeistari árið 1997.  Það er mikill fengur fyrir félagið að hafa tryggt sér krafta þessara tveggja góðu markvarða fyrir átökin framundan.