Fréttir

Knattspyrna | 28. ágúst 2003

Ómar og Haraldur í 21árs liðinu

Ómar Jóhannsson og Haraldur Guðmundsson hafa verið valdir í U21 árs landslið Íslands sem leikur gegn Þýskalandi á Akranesi 5. september.  Þeir félagar eru í 16 manna hópi Ólafs Þórðarsonar og er Ómar reyndasti leikmaður hópsins með 17 U21 árs landsleiki.  Þjálfarinn valdi sex nýliða í hópinn að þessu sinni og það þýðir að ekki er pláss fyrir Magnús Þorsteinsson og Hólmar Örn Rúnarsson sem voru með liðinu í síðasta leik gegn Litháen í júní.