Fréttir

Knattspyrna | 29. mars 2005

Ómar Ragnars á Herrakvöldi!

Þeim fjölgar skrautfjöðrunum sem skemmta á Herrakvöldi Keflavíkur í Stapanum 4. maí n.k.  Ómar Ragnarsson og Haukur Heiðar eru í fantaformi þessa dagana og mæta galvaskir á Herrakvöldið og láta gamminn geysa þar sem grín verður gert af lífinu og samferðamönnum.  Munið að tilkynna þátttöku hjá Ása í síma 421-5188 eða 894-3900.  ási