Ómar tilnefndur
Ómar Jóhannsson er fulltrúi Knattspyrnudeildar í kjöri íþróttamanns Keflavíkur fyrir árið 2011. Kjörið verður kynnt miðvikudaginn 28. desember í félagsheimili Keflavíkur við Sunnubraut. Ómar var valinn leikmaður ársins hjá meistaraflokki karla en hann lék alla leiki liðsins á keppnistímabilinu og átti frábært sumar.
Ómar er þrítugur að aldri og lék fyrst með meistaraflokki Keflavíkur árið 2002. Hann á að baki 143 deildarleiki, 17 bikarleiki, 9 Evrópuleiki og 55 leiki í deildarbikarnum með Keflavík og varð bikarmeistari með liðinu árið 2006. Ómar lék með öllum yngri landsliðum Íslands, 17 leiki með U17 ára liðinu, 6 leiki í U-19 ára og eina 19 leiki með U-21 árs liðinu. Honum tókst á sínum tíma að sitja á bekknum í A-landsleik en lék ekki landsleik þó síðar hafi komið í ljós að Ómar hafi í raun átt að leika fjölda landsleikja og auðvitað er enn tími til þess...