Omnis heitir á Keflavík
Omnis hefur ákveðið að heita 200 þúsund krónum á Keflavíkurliðið takist því að sigra Landsbankadeildina. Bjarki Jóhannesson hjá Omnis segist hafa mikla trú á liðinu. “Liðið er núna í frábærri stöðu til að fara alla leið, enda hefur það verið að spila skemmtilegan og árangursríkan fótbolta í sumar. Við viljum hvetja önnur fyrirtæki í Reykjanesbæ og víðar til að heita á liðið og stuðla að því að Íslandsmeistaratitillinn endi í Reykjanesbæ þetta árið“. Knattspyrnudeild Keflavíkur hvetur fyrirtæki til þess að fylgja þessu góða fordæmi Omnis enda þarf lið Keflavíkur á allri þeirri hvatningu að halda sem það getur fengið. Hægt er að senda áheit á kef-fc@keflavik.is.