Öruggt gegn Blikum
Kefalvík tryggði stöðu sína á toppi 1. deildarinnar með góðum útisigri á Breiðablik, 2-0. Magnús Þorsteinsson skoraði bæði mörkin og hefur þá skorað 3 mörk í tveimur fyrstu leikjunum eftir að hafa raðað inn mörkunum í deildarbikarnum. Sigurinn í gærkvöldi var nokkuð öruggur og okkar strákar voru að spila vel eins og í undanförnum leikjum.
Næsti leikur er gegn Þór næsta laugardag, 31. maí. Leikurinn hefst á Keflavíkurvelli kl. 14:00 en þetta eru einmitt liðin sem þjálfarar í deildinni spáðu að færu upp í haust og því um toppleik að ræða.