Öruggt í bikarnum
Keflavík sigraði Augnablik örugglega í 32 liða Borgunarbikars karla. Lokatölur urðu 5-0 en leikið var í Kórnum í Kópavogi. Theodór Guðni Halldórsson gerði tvö mörk strax í byrjun leiks og Frans Elvarsson bætti þriðja markinu við. Magnús Sverrir Þorsteinsson gerði svo tvö mörk í seinni hálfleik.
Dregið verður í 16 liða úrslit Borgunarbikarsins á föstudag kl. 12:00 í höfuðstöðvum KSÍ.
Næsti leikur er heimaleikur gegn Fjölni í Pepsi-deildinni en leikurinn verður á Nettó-vellinum sunnudaginn 1. júní kl. 19:15.
-
Þetta var fyrsti leikur Keflavíkur og Augnabliks.
-
Magnús Þorsteinsson gerði sjötta og sjöunda mark sitt í bikarnum en Theodór og Frans voru báðir að skora sín fyrstu mörk í bikarkeppninni fyrir Keflavík.
-
Magnús, Theodór og Frans skorðu allir sín fyrstu mörk í sumar. Theodór gerði fyrstu mörk sín fyrir Keflavík í deild eða bikar.
-
Anton Freyr Hauksson og Ari Steinn Guðmundsson léku í fyrsta sinn í sumar. Anton Freyr var að leika sinn fyrsta leik fyrir Keflavík, þ.e. í deild eða bikar.
-
Jonas Sandqvist, Unnar Már Unnarsson, Theodór Guðni Halldórsson, Anton Freyr Hauksson, Endre Ove Brenne, Daníel Gylfason og Ari Steinn Guðmundsson léku allir sinn fyrsta bikarleik fyrir Keflavík.
Myndir: Jón Örvar Arason