Öruggur sigur á Blikum
Keflavík vann öruggan 2-0 sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks í fyrsta leik liðanna í Lengjubikarnum. Það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn lenti og Keflavík átti að vinna mun stærri sigur því yfirburðir liðsins voru töluverðir. Það var Magnús Þórir Matthíasson sem skoraði fyrra mark Keflavíkur á 27. mínútu eftir frábæra sendingu frá Guðmundi Steinars. Guðmundur Steinarsson skoraði svo á 44. mínútu, snilldarmark eftir mikið harðfylgi. Staðan því 0-2 í hálfleik og Keflavík var mun sterkara. Í seinni fengum við nokkur dauðafæri en fórum skelfilega illa með þau. Fín byrjun hjá liðinu og sigurinn öruggur allan tímann.
Næsti leikur í Lengjubikarnum laugardag 26. febrúar kl. 14:00 gegn Gróttu í Reykjaneshöllinni.
Keflavík: Ómar Jóhannsson, Guðjón Árni Antoníusson, Haraldur Freyr Guðmundsson fyrirliði, Einar Orri Einarsson, Brynjar Örn Guðmundsson, Magnús Sverrir Þorsteinsson, Andri Steinn Birgisson, Arnór Ingvi Traustason, Magnús Þórir Matthíasson, Guðmundur Steinarsson og Grétar Ólafur Hjartarson.
Aðrir sem komu við sögu í seinni hálfleik: Frans Elvarsson, Bojan Stefán Ljubicic, Ísak Örn Þórðarson, Hilmar Geir Eiðsson, Kristinn Björnsson og Ásgrímur Rúnarsson.