Fréttir

Knattspyrna | 21. apríl 2004

Öruggur sigur á Brönshöj

Keflavík sigraði danska liðið Brönshöj í æfingarleik nú síðdegis.  Okkar menn höfðu þó nokkra yfirburði og leiknum og sigruðu að lokum 3-0.  Stefán Gíslason skoraði fyrsta mark leiksins eftir um tíu mínútna leik, þrumuskot af um 30 metra færi í bláhornið.  Þegar um tuttugu mínútur voru liðnar bætti Magnús Þorsteinsson öðru marki við eftir að hafa leikið laglega í gegnum vörnina.  Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks var komið að Jónasi Guðna Sævarssyni að skora þriðja markið og þar við sat. 

Keflavíkurliðið var að leika vel í leiknum og var mun sterkara en andstæðingarnir að þessu sinni.  Sasa Komlenic og Sreten Djurovic léku í markinu og vörninni og stóðu fyrir sínu.  Komlenic varði nokkrum sinnum vel og greip vel inn í leikinn þegar á þurfti að halda.  Á morgun verður síðan leikið við heimamenn í Helsingör.