Öruggur sigur á FH stúlkum
Meistaraflokkur kvenna sigraði lið FH örugglega með 6-0 í Landsbankadeild kvenna. Leikið var í gær á heimavelli FH að Kaplakrika í miklu blíðviðri. Þetta er þriðji sigurleikur Keflavíkur í röð og annar leikurinn í röð sem þær fá ekki á sig mark. Markatala liðsins hefur batnað til mikilla muna, er nú 22-23 og liðið er í fimmta sæti deildarinnar með 12 stig.
Keflavík réði gangi leiksins lengst af og var með 1-0 forystu í leikhlé. Í seinni hálfleik settu Keflavíkurstúlkur í annan gír og gjörsamlega yfirspiluðu lið FH lengstum. Þóra Reyn Rögnvaldsdóttir gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu sem dæmd var mjög ósanngjarnt á Keflavíkurliðið. Er liðið að ná betur samann og hefur sigrað þau lið sem hafa verð í neðri hluta deildarinnar örugglega í síðustu leikjum, Stjörnuna heima 5-2, ÍA úti 5-0 og svo FH í gær 6-0.
Mörk Keflavíkurliðsins gerðu Vesna Smiljkovic 2, Nína Ósk Kristinsdóttir 2, Hrefna Guðmundsdóttir og Ágústa Jóna Heiðdal 1 mark hvor.
Keflavík: Þóra Reyn, Ásdís, Björg Ásta, Lilja Íris, Sunna, Hrefna (Claire), Jessica (Ólöf), Guðný, Nína Ósk, Ágústa (Donna), Vesna.
Varamenn: Hjördís, Elisabet Ester, Claire, Donna, Ólöf.
Guðný Þórðar átti góðan leik á miðjunni gegn FH.
Á myndinni eru Guðný og Ágústa í baráttu við leikmenn FH í fyrri leik liðanna.