Fréttir

Knattspyrna | 24. febrúar 2010

Öruggur sigur á Gróttu

Okkar menn byrjuðu vel í Lengjubikarnum þetta árið og unnu Gróttu 3-0 í Reykjaneshöllinni á mánudagskvöldið.  Hörður kom Keflavík yfir í fyrri háfleik og Magnús Þórir gerði svo annað mark skömmu fyrir leikslok.  Hörður bætti svo við öðru marki sínu í blálokin.

Næsti leikur Keflavíkur í keppninni er á laugardaginn þegar ÍR-ingar koma í heimsókn í Reykjaneshöllina.  Leikurinn hefst kl. 12:00 á hádegi.

Mynd: Hörður er á skotskónum þessa dagana.