Fréttir

Öruggur sigur hjá stelpunum
Knattspyrna | 24. apríl 2013

Öruggur sigur hjá stelpunum

Keflavík vann 4-1 sigur á ÍR þegar liðin mættust í Lengjubikar kvenna í Reykjaneshöllinni.  Íris Björk Rúnarsdóttir kom okkar liði yfir snemma leiks en Guðrún Ósk Tryggvadóttir jafnaði stuttu seinna.  Staðan var því jöfn í hálfleik en Keflavík var mun sterkara liðið í seinni hálfleiknum.  Í upphafi hans kom Heiðrún Sjöfn Þorsteinsdóttir liðinu yfir og Íris Björk bætti svo við tveimur mörkum og innsiglaði þrennu sína og öruggan sigur.  Íris skoraði einnig þrennu í sigri á Víkingum Ólafsvík á dögunum og reyndar skoraði Heiðrún einnig í þeim leik.

Keflavík er nú með sex stig eftir þrjá leiki í riðlinum og leikur síðasta leik sinn gegn Fram.  Sá leikur verður á Framvellinum í Úlfarsdal á laugardaginn kl. 14:00.

Keflavík: Telma Rún Rúnarsdóttir, Petra Rut Rúnarsdóttir (Marta Hrönn Magnúsdóttir 83.), Jóhanna Ósk Kristinsdóttir, Signý Jóna Gunnarsdóttir, Heiðrún Sjöfn Þorsteinsdóttir fyrirliði, Hulda Matthíasdóttir (Ljiridona Osmani 59.), Lovísa Björgvinsdóttir (Una Margrét Einarsdóttir 71.), Ólína Ýr Björnsdóttir, Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir, Sigurrós Eir Guðmundsdóttir, Íris Björk Rúnarsdóttir.