Össur ræðumaður
Öskur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, verður ræðumaður á Herrakvöldi Knattspyrnudeildar Keflavíkur 4. maí n.k. Össur er feikna skemmtilegur tækifærisræðumaður, fjölfróður og á gott með að sjá spaugilegar hliðar mannlífsins. Hann mun örugglega verða í toppformi á Herrakvöldinu. Í næstu viku fara leikmenn meistaraflokks að selja aðgöngumiða á Herrakvöldið og verður miðaverði mjög stillt í hóf. ási
Össur í ræðustóli, í þetta sinn á stjórnmálafundi.
(Mynd af Lífið á Sigló )