Ótrúlegur árangur pilta í 5. flokki!
Í vetur hefur verið mikið átak á æfingum hjá 5. flokki pilta í að BRONSA (halda knetti á lofti). Á mánudagsæfingum er alltaf „próf“ hjá piltunum og hafa margir þeirra tekið gífurlegum framförum. Markmiðið með þessu er að fá piltana til þess að vera duglegir að æfa sig heima og hefur það svo sannarlega skilað árangri hjá flestum þeirra. Það eru þó tveir piltar sem skera sig algjörlega úr og hafa verið að bæta met hvors annars reglulega í vetur. Í prófinu s.l. mánudag náði Elías Már Ómarsson (11 ára) þeim ótrúlega árangri að Bronsa 1670 sinnum! Þessi árangur er án efa einsdæmi hjá keflvískum knattspyrnumanni, þó víðar væri leitað, væri gaman að vita hvort einhver meistaraflokksleikmaður Keflavíkur geti skákað Elíasi? Gylfi Þór Ólafsson (12 ára) er annar piltur sem hefur staðið sig mjög vel. Fyrir æfingu á miðvikudaginn reyndi hann að bæta met Elíasar en náði „aðeins“ að Bronsa 1401 sinni!! Það verður gaman að fylgjast með þessum ungu og upprennandi knattspyrnuköppum í framtíðinni sem eru ekki einungis efnilegir í að Bronsa heldur eru þeir mjög sprækir á knattspyrnuvellinum. Nánar má sjá um árangur piltana í „Bronsprófunum“ á bloggsíðu 5. flokks linknum „Bronskeppni“.
Mynd: Félagarnir Gylfi Þór og Elías Már. Þeir hafa sannað þá kenningu að „æfingin skapar meistarann“!
Elías Már Ómarsson Bronsaði 1670 sinnum og var að í rúmar 30 mínútur.
Elías hefur sigrað í bronskeppni Shellmótsins í Vestmannaeyjum s.l. þrjú ár.
Gylfi Þór Ólafsson þjarmar að Elíasi og stefnir á að bæta met hans.
Gylfi Bronsaði 1401 sinni s.l. miðvikudag.