O´Callaghan bætist í hópinn
Brian O´Callaghan er kominn til Keflavíkur og mun spila með liðinu í sumar. Brian er írskur og er 24 ára. Hann hefur bæði spilað sem varnarmaður og á miðjunni og hefur spilað með 21-árs liði Íra. O´Callaghan var fastamaður hjá Barnsley þegar Guðjón Þórðarson þjálfaði þar og hefur spilað einhverja 80 leiki fyrir þá. Brian ætti að vera í góðu formi en hann spilaði um 55 leiki á liðnu keppnistímabili í Englandi. Hann fær litla hvíld og mun spila í kvöld þegar við spilum æfingaleik við ÍA á Akranesi. Við bjóðum Brian O´Callaghan velkominn til Keflavíkur.
Brian O´Callaghan og markmannsþjálfarinn Stefano Marsella ræða málin.
(Mynd: Jón Örvar Arason)