Fréttir

Knattspyrna | 27. nóvember 2007

Patrik Redo til Keflavíkur

Patrik Redo er genginn til liðs við Keflavík og hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið.  Patrik er sænskur og lék með Fram í sumar.  Hann er 26 ára gamall sóknarmaður og lék með Halmstadt og Trelleborg í sænsku deildinni.  Hann gekk til liðs við Fram í vor en átti í meiðslavandræðum í sumar og lék 11 leiki með Frömurum í Landsbankadeildinni.  Við bjóðum Patrik velkominn til Keflavíkur.