Pepsi-deildin - Flestir leikir gegn KR
Nú þegar Pepsi-deildin er alveg að fara af stað er ekki úr vegi að kíkja aðeins á mótherja okkar í deildinni í sumar. Þegar fyrri viðureignir okkar við þessi 11 lið eru skoðuð kemur í ljós að við höfum oftast leikið við KR-inga í efstu deild. Rétt þar á eftir koma svo Valur og Fram. Þetta þarf ekki að koma á óvart enda hafa þessi gamalgrónu félög leikið í Íslandsmótinu frá upphafi. Næst á eftir í leikjalistanum koma svo ÍBV, Breiðablik og FH en þessi félög hófu þátttöku í Íslandsmótinu á eftir Keflavík. Síðan koma Grindavík og Fylkir sem léku fyrst í efstu deild um og upp úr 1990. Þá kemur Stjarnan og síðastir á listanum eru nýliðarnir í deildinni í ár, Haukar og Selfoss. Haukarnir hafa aðeins einu sinni leikið í efstu deild og léku þá gegn okkur árið 1979. Selfyssingar eru hins vegar að leika í efstu deild karla í fyrsta skipti og sjálfsagt að bjóða þá sérstaklega velkomna til leiks.
Félög |
Leikir |
U-J-T |
Mörk |
Mörk mt. |
Árangur |
Fyrsti leikur |
KR |
87 |
32-26-29 |
124-134 |
1.4 - 1.5 |
51,7% |
1958 |
Valur |
85 |
27-26-32 |
126-131 |
1.5 - 1.5 |
42,1% |
1958 |
Fram |
82 |
31-26-25 |
121-112 |
1.5 - 1.4 |
53,6% |
1958 |
ÍBV |
59 |
23-12-24 |
89-99 |
1.5 - 1.7 |
49,1% |
1968 |
Breiðablik |
42 |
20-10-12 |
78-60 |
1.8 - 1.4 |
59,6% |
1971 |
FH |
40 |
10-13-17 |
53-62 |
1.3 - 1.5 |
41,2% |
1975 |
Grindavík |
26 |
11-6-9 |
39-35 |
1.5 - 1.3 |
53,8% |
1995 |
Fylkir |
24 |
9-8-7 |
29-34 |
1.2 - 1.4 |
54,2% |
1989 |
Stjarnan |
10 |
4-4-2 |
14-8 |
1.4 - 0.8 |
60,0% |
1994 |
Haukar |
2 |
1-1-0 |
4-1 |
2.0 - 0.5 |
75,0% |
1979 |
Selfoss |
- |
- |
- |
- |
- |
- |
Keflavík og KR hafa marga hildina háð á knattspyrnuvellinum.