Pepsi-deildin - Oftast gegn KR, best gegn Blikum, slakast gegn FH
Nú þegar Pepsi-deildin er alveg að fara af stað er ekki úr vegi að kíkja aðeins á mótherja okkar í deildinni í sumar. Þegar fyrri viðureignir okkar við þessi 11 lið eru skoðuð kemur í ljós að við höfum oftast leikið við KR-inga í efstu deild. Rétt þar á eftir koma svo Valur og Fram. Þetta þarf ekki að koma á óvart enda hafa þessi gamalgrónu félög leikið í Íslandsmótinu frá upphafi. Næst á eftir í leikjalistanum koma svo ÍBV, Breiðablik og FH en þessi félög hófu þátttöku í Íslandsmótinu á eftir Keflavík. Næst koma svo Víkingar sem hófu reyndar leik skömmu eftir að Íslandsmótið hófst en hafa einhvern veginn sjaldnar verið samferða okkur í efstu deild en hin gömlu Reykjavíkurfélögin. Þar á eftir koma Grindavík og Fylkir sem léku fyrst í efstu deild um og upp úr 1990 og Þórsarar sem hafa leikið þar af og til frá árinu 1977 en áður léku Akureyringar sameinaðir undir merkjum ÍBA. Síðastir á listanum er svo Stjarnan sem lék fyrst í efstu deild árið 1990.
Þegar árangur okkar gegn öðrum liðum í Pepsi-deildinni þetta árið er skoðaður kemur í ljóst að okkur hefur gengið best gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í gegnum árin. Leikirnir gegn Blikum hafa einnig boðið upp á flest mörk, eða um 3.6 í leik en Keflavík og Breiðablik hafa aðeins einu sinni gert markalaust jafntefli í 44 leikjum. Þegar árangurinn er skoðaður áfram koma Víkingar og Fylkismenn á eftir Blikunum en þar munar mestu að Keflavík hefur aldrei tapað á heimavelli gegn Fylki í efstu deild. Langslakasti árangur okkar í efstu deild er gegn FH-ingum og þar á eftir koma Valur og ÍBV.
Eins og flestir vita er Íslandsmótið í ár það 100. í röðinni og er þeirra tímamóta minnst með ýmsum hætti. Keflavík hóf þátttöku á Íslandsmótinu árið 1956 og er því að leika 55. sumarið. Þar af eru 46 ár í efstu deild og leikirnir eru 735. Eins og sjá má á töflunni hér að neðan eru 537 þessara leikja gegn liðunum sem leika í Pepsi-deildinni í sumar.
Félög |
Leikir |
U-J-T |
Mörk |
Mörk mt. |
Árangur |
Fyrsti leikur |
KR |
89 |
32-27-30 |
124-125 |
1.4 - 1.4 |
51.1% |
1958 |
Valur |
87 |
29-26-32 |
131-132 |
1.5 - 1.5 |
48.3% |
1958 |
Fram |
84 |
31-27-26 |
123-115 |
1.5 - 1.4 |
53.0% |
1958 |
ÍBV |
61 |
24-12-25 |
94-101 |
1.5 - 1.7 |
49.2% |
1968 |
Breiðablik |
44 |
21-10-13 |
79-82 |
1.8 - 1.9 |
59.1% |
1971 |
FH |
42 |
10-14-18 |
57-68 |
1.4 - 1.6 |
40.5% |
1975 |
Víkingur |
40 |
20-7-13 |
63-49 |
1.6 - 1.2 |
58.6% |
1970 |
Grindavík |
28 |
12-7-9 |
41-36 |
1.5 - 1.3 |
55.4% |
1995 |
Fylkir |
26 |
11-8-7 |
33-36 |
1.3 - 1.4 |
57.7% |
1989 |
Þór |
22 |
8-9-5 |
40-33 |
1.8 - 1.5 |
56.8% |
1977 |
Stjarnan |
12 |
4-5-3 |
16-15 |
1.3 - 1.2 |
54.2% |
1994 |
Alls |
537 |
202-153-182 |
804-796 |
1.5 - 1.5 |
51.7% |
Mynd úr einum af mörgum leikjum Keflavíkur og KR í efstu deild.