Pétur Heiðar til Keflavíkur
Keflavík hefur fengið nýjan leikmann í sínar raðir en það er Pétur Heiðar Kristjánsson sem kemur frá Þór á Akureyri. Pétur er 25 ára miðju- og sóknarmaður. Hann hefur lengst af leikið með Þór en einnig með Leiftri-Dalvík og Vinum frá Akureyri. Pétur hefur tekið þátt í öllum leikjum Þórs í 1. deildinni í sumar og hefur alls leikið 88 leiki í öllum deildum Íslandsmótsins og skorað í þeim 23 mörk. Þess má geta að Pétur lék á sínum tíma undir stjórn Kristjáns þjálfara hjá Þór og hefur lengi verið undir smásjánni hjá Keflavík. Hann hefur þegar fengið leikheimild og verður í leikmannahópnum gegn FH á morgun. Við bjóðum Pétur velkominn til Keflavíkur. Eins og flestir vita hafa meiðsli verið að hrjá nokkra af lykilmönnum okkar og er stefnt að því að styrkja leikmannahópinn en frekar fyrir lokaátökin.
Pétur Heiðar mættur til Keflavíkur.
(Mynd: Jón Örvar)