Pollamót hjá 6. flokki
Keflavíkurpiltar í 6. flokki (B-lið) kepptu í úrslitakeppni Pollamóts KSÍ sem haldið var á Selfossi um helgina.
Leikið var í tveimur fjögurra liða riðlum og fóru leikir Keflavíkur í riðlakeppninni sem hér segir:
Keflavík - Víkingur: 2-4 (Elías Már Ómarsson)
Keflavík - Breiðablik: 1-6 (Axel Pálmi Snorrason)
Keflavík - ÍA: 2-1 (Elías Már Ómarsson, Sigurður Þór Hallgrímsson)
Keflavík endaði í 3. sæti í riðlinum og spilaði því við Selfoss (sem endaði í 3. sæti í hinum riðlinum) um 5. sætið. Keflavíkurpiltar sigruðu í þeim leik 4-2 þar sem Elías Már Ómarsson var á skotskónum og gerði 3 mörk, Axel Pálmi Snorrason gerði eitt mark.
Hér gefur að líta nokkrar myndir sem teknar voru á Selfossi á mótinu.
Lagt á ráðin hvernig eigi að leggja næstu andstæðinga að velli.
Liðin gengu í röð inn á leikvöllinn í öllum leikjum mótsins.
Hér eru það Keflvíkingar og Víkingar sem ganga til leiks.
Elías Már Ómarsson var iðinn í markaskorun á mótinu, hann skoraði 6 af
9 mörkum liðsins. Markamaskína framtíðarinnar?!
Tilbúnir í leikinn?!
Njáll, Ellert og Elías í afslöppun á milli leikja.
Foreldrarnir í brekkunni; Þórhallur (faðir Ása), Gunna (móðir Ása),
Ómar (faðir Ellerts), Halli (faðir Sigurðar Þórs), Magga (móðir
Sigurðar Jóhanns) og Þórey (móðir Sigurðar Þórs).
Þreyttir peyjar í leikslok; Þorbjörn, Ási, Axel og Sigurður Jóhann.
Þorbjörn Þór Þórðarson og Sigurður Þór Hallgrímsson.
Lið Keflavíkur ásamt þjálfaranum.
Efri röð frá vinstri: Ási Skagfjörð Þórhallsson, Þorbjörn Þór Þórðarson,
Sigurður Jóhann Sævarsson, Jónas Karlsson og Ellert Björn Ómarsson.
Neðri röð frá vinstri: Elías Már Ómarsson, Sigurður Þór Hallgrímsson,
Njáll Skarphéðinsson og Axel Pálmi Snorrason.
Í varamannaskýlinu. Þar sem enginn knattspyrnumaður vill sitja!
Þórey og Halli ásamt syninum, Sigurði Þór.
Fremstur á myndinni er Sigurður Jóhann Sævarsson.
Það var sannkölluð veðurblíða á Selfossi á helginni. Hér er markvörður
liðsins, Njáll Skarphéðinsson, léttklæddur í vígahug.