Fréttir

Pollamót Þórs 3. og 4. júlí
Knattspyrna | 9. júní 2015

Pollamót Þórs 3. og 4. júlí

Þá er farið að styttast í Pollamót Þórs og Icelandair en þetta er í 28. skiptið sem þetta frábæra mót er haldið.

Í tilefni þess að Íþróttafélagið Þór varð 100 ára á árinu þá mun mótið verða stærra en áður.  Nú þegar hefur hljómsveitin SS Sól ásamt Reiðmönnum vindanna, Jóni Ólafssyni og Eyjólfi Kristjánssyni verið bókuð til að skemmta á föstudags- og laugardagskvöldinu.

Það er vilji Þórsara að sem flest lið mæti og taki þátt í þessu móti.  Konur þurfa að vera orðnar 20 ára og karlar 30 ára.  Lið eru hvött til að skrá sig til leiks í sól og sumaryl á Akureyri 3. og 4. júlí.

Nánar má lesa sér til um uppsetningu og reglur Pollamótsins á www.pollamot.is.