Fréttir

Knattspyrna | 5. október 2007

Porca áfram með meistaraflokk kvenna

Salih Heimir Porca verður áfram þjálfari meistaraflokks kvenna.  Porca náði mjög góðum árangri í sumar, meistaraflokkur kvenna náði 4. sæti í Landsbankadeildinni og komst í úrslitaleik VISA-bikarsins. Er þetta án efa besti árangur meistaraflokks kvenna og mikill hugur í Keflavík að ná enn lengra. Við væntum mikils af Porca á komandi ári sem verður hans annað af þriggja ára samningi við Keflavík.

.
Porca verður áfram við stjórnvölinn hjá Keflavík á komandi tímabili.