Portúgal-ferð - Pistill 2
Piri Piri,
Þá er komið að öðrum pistli frá Portúgalsförunum. Það er vaknað snemma alla daga hér í Portúgal og menn mættir í morgunmat kl. 7:30 og fyrri æfing dagsins byrjar 9:30. Æft var í góðu veðri og var virkilega góð stemmning í strákunum og vel tekið á því. Í framhaldi af fyrri æfingunni var fundað með leikmönnum þar sem farið var yfir markmið liðsins og leikmanna með þessari æfingaferð ásamt áframhaldandi vinnu í hugarþjálfun fyrir keppnistímabilið sem nálgast sem óð fluga.
Tvær keppnir voru í dag í Tuma-móti leikmanna. Ekki var hægt að fara í laugina vegna kuldahræðslu leikmanna og fóru því keppnirnar fram á æfingavellinum. Fyrri keppnina sigraði Grilli með hörkuspilamennsku og gerðu sér siðan lítið fyrir og unnu einnig seinni keppni dagsins sem var sláarkeppni. Ótrúleg fögn bar fyrir augu er sigurinn varð staðreynd, eins og t.d bleika fleytan …
Staðan í keppninni er því þessi.
Grilli: 11 stig
Óskabörnin: 8 stig
United: 7 stig
Færeyjar: 4 stig
Allir leikmenn eru heilir, taka þátt í æfingum af mikilli orku og krafti, frískir sem frostpinnar og rauðir sem rósir.
Þangað til næst….