Portúgal-ferð - Pistill 4
Mánudagur. Tvær æfingar í dag og mikil keyrsla. Flestir leikmenn hvíla sig vel á milli æfinga, sumir læra og aðrir fara t.d. í borðtennis. Já, það er misjafnt hvað menn gera en svona er þetta bara. Nóg að gera hjá Fal sjúkra og er stöðugur straumur leikmanna til hans á hverjum degi í nudd og alles. Annars er bara allt gott að frétta og menn brattir. Það bjargar sumum vel að heimsmeistaramótið í snóker er byrjað og er sýnt beint á TV hér á hótelinu. Á morgun eru tvær æfingar og svo horfa menn annaðhvort á frábæran snóker eða líta á leik Liverpool og Arsenal sem verður annað kvöld í úrvalsdeildinni.
Þar til næst…bestu kveðjur heim.