Portúgal-ferð - Pistill 5
Þriðjudagur: Morgunæfing og vel tekið á því í brakandi sól og blíðu. Strákarnir hressir. Hólmar Örn, Jóhann Birnir, Haukur Ingi og Hörður hvíldu í dag en voru á skokkinu. Strákunum gefið frí eftir hádegi. Flestir fóru í vatnsleikjagarðinn og skemmtu sér vel á meðan aðrir píndu sig við sólbað á sundlaugarbakkanum hér á hótelinu. Um kvöldið var farið út að borða og menn horfðu svo á leik Liverpool og Arsenal þar sem Andrey Arshavin fór á kostum og skoraði fjögur í jafnteflisleik, við litla hrifningu Fjalars sjúkraþjálfara. Á morgun verða tvær æfingar. Lagt af stað heim snemma á fimmtudagsmorguninn. Líklega kemur síðasti pistillinn okkar seinni part miðvikudags.
Tumamótið hélt áfram með æsispennandi vítakeppni. Færeyjar og Óskabörnin fengu þar 4 stig en Grilli og United tvö. Staðan í keppninni er þessi:
Grilli: 17 stig.
Óskabörn: 16 stig.
United: 12 stig.
Færeyjar: 10 stig.
Þangað til næst….bestu kveðjur heim.