PUMA-sveitin af stað
Stuðningsmannasveit Keflavíkur, Pumasveitin, mun koma saman annað kvöld og halda aðalfund sinn sem er liður í lokaundirbúningi hópsins fyrir Íslandsmótið sem senn fer að hefjast.
Þar ætla þeir að setjast niður yfir pizzusneiðum og með því og ræða komandi sumar, búa til ný lög og svo framvegis.
Áhyggjuraddir höfðu verið uppi um að sveitin væri að leggja upp laupana en ekkert mun vera til í því og hópurinn vonast til að mæta enn sterkari og stærri til leiks í sumar og vonast eftir að nýjir meðlimir bætist við.
Mæting er annað kvöld, fimmtudag, klukkan 20:00 í Keflavíkurhúsinu.
PUMA-sveitin fór á kostum á Akranesi eins og annars staðar.
(Mynd: Jón Örvar)