PUMA-sveitin mætir Mafíunni!
Það eru ekki aðeins leikmenn Keflavíkurliðsins sem undirbúa sig af kappi fyrir leikinn gegn Íslandsmeisturum FH á sunnudaginn. Það gera piltarnir í PUMA-sveitinni líka og ætla þeir m.a. að fá stuðningsmannaklúbb FH-inga, Mafíuna, í heimsókn til að bralla eitthvað saman á leikdegi. Heyrst hefur að þeir ætli í Go-Kart og setja allt í botn þar. Þá á að grilla saman því ekki mega menn vera svangir! Það er virkilega gaman að þessari samvinnu stuðningsmanna félaganna. Kíkt verður á Yello fyrir leikinn, þaðan gengið á völlinn og þar munu bestu stuðningssveitir deildarinnar þenja raddböndin og hvetja sín lið eins og þeir gera manna best.
Þessi mætir líklega á sunnudaginn...
(Mynd: Eygló Eyjólfsdóttir)