Fréttir

Knattspyrna | 25. júlí 2006

Púttmót Fjölskylduklúbbsins á föstudag

Föstudaginn 28. júlí kl. 19:00 ætlar Fjölskylduklúbbur Keflavíkur að halda púttmót.  Mótið verður haldið á púttvellinum við Mánagötu.  Allir þeir sem skráðir eru í Fjölskylduklúbbinn geta tekið þátt.  Leikmenn meistaraflokks Keflavíkur koma og verða með í mótinu.  Eftir mótið verður haldið í K-húsið þar sem grillað verður fyrir mannskapinn og síðan verður verðlaunaafhending.  Gott væri að þátttakendur kæmu með pútter og golfkúlu. 

Skráning er hjá Nínu í síma 869-5117 og hjá Írisi í síma 864-9188.

Mætum öll og eigum saman skemmtilega stund.