Fréttir

Knattspyrna | 7. október 2004

Rætt við Janko og leikmenn

Stjórn Knattspyrnudeildar hefur þegar hafið viðræður við Milan Stefán Jankovic þjálfara Keflavíkur um áframhaldandi störf hans hjá deildinni, en eldri samningur er útrunninn.  Gert er ráð fyrir að ljúka þeim viðræðum í næstu viku.  Janko hefur náð góðum árangri með Keflavíkurliðið þau tvö ár sem hann hefur starfað hjá félaginu.  Íslandsmeistaratitill inanhúss og góð frammistaða í Deildarbikar, sigur í 1. deild s.l. tímabil og stóri titillinn er að sjáfsögðu VISA-bikarinn sem Keflavík vann 2. október s.l.

Þá hafa viðræður þegar verið hafnar við þá leikmenn Keflavíkur sem hafa lausa samninga.  Gagnkvæmur áhugi hefur verið í þeim viðræðum og stefnt er að ljúka þeim í næstu viku.   ási