Ragnarsmótið á laugardaginn
Laugardaginn 26. febrúar verður hið árlega minningamót um Ragnar Margeirsson haldið í Reykjaneshöllinni kl. 16:00. Það eru gamlir félagar Ragnars sem standa að mótinu sem hefur verið haldið undanfarin ár. Metþátttaka er í ár en allur ágóði af mótinu rennur til góðgerðarmála. Aldurstakmark í Ragnars-mótinu er 35 ár og undanfarið ár hafa gamlar kempur fjölmennt og skemmt gestum með gamalkunnum töktum. Leikið er í 6 manna liðum á litlum völlum og því er oft handagangur í öskjunni. Það er því óhætt að hvetja fólk til að mæta í Reykjaneshöllina á laugardaginn.
Ragnar lék með Keflavík, KR og Fram auk íslenska landsliðsins (Mynd frá Víkurfréttum).
Þessar kempur urðu í 3. sæti í fyrra.
Sigurliðið á síðasta ári.