Fréttir

Knattspyrna | 10. júní 2008

Rajko framlengir

Rajko Stanisic markmannsþjálfari hefur framlengt samning sinn við Knattspyrnudeild Keflavíkur og mun starfa hjá félaginu til ársins 2010.  Rajko  og Þorsteinn Magnússon, formaður deildarinnar, skrifuðu undir samning þess efnis í síðustu viku.  Rajko kom fyrst til Íslands árið 1998 og þá til Bolungarvíkur.  Hann er nú á sínu fjórða tímabili hjá Keflavík og hefur verið mikil ánægja með störf hans fyrir félagið.  Það er því ánægjulegt að hann mun starfa áfram með okkur í Keflavík.

Myndir: Jón Örvar


Rajko og Þorsteinn eftir undirritun samningsins.


Og svo er að krota nafnið sitt...


Rajko með lærisveina sína, Árna Frey Ásgeirsson, Ómar Jóhannsson og Sigtrygg Kjartansson.